stod_a4_kynning_img_0

 

 Stoð ehf verkfræðistofa á Sauðárkróki hefur verið starfandi á Sauðárkróki frá 1988.
Stofan hefur sérhæft sig í fjölbreyttum verkefnum verkfræðinnar og aðallega sinnt þjónustu á Norðurlandi vestra.
Níu til tíu starfsmenn vinna hjá stofunni yfir vetrartímann en á sumrin hafa að jafnaði bæst við einn til tveir nemar.


Allir eiga starfsmennirnir það sameiginlegt að vera úr héraði og hafa á starfstíma stofunnar safnað á einn stað
verðmætri þekkingu sem nýtist í starfi þeirra hvort heldur sem er fyrir ríki, sveitarfélög, fyrirtæki eða einstaklinga.

 

                                           redbar

 

 

 

 Eyjólfur Þórarinsson, framkvæmdastjóri

Menntun: Húsasmíðameistari og síðar Diplomingeniør frá Danmörku 1989. Framkvæmdastjóri Stoðar frá 1998 og hefur unnið í byggingargeiranum frá 1976.

Sérhæfing: Daglegur rekstur og framkvæmdastjórnun fyrirtækisins, verkefna- og mannauðsstjórnun. Auk þess verkeftirlit og uppbygging landupplýsingakerfis.

 

 

 Atli Gunnar Arnórsson, verkfræðingur

Menntun: Byggingarverkfræðingur starfandi með námi frá 2001 og fullt starf frá 2005.

Sérhæfing: Í náminu sérhæfði Atli sig í jarðvegs-verkfræði og burðarvirkjum.

Hjá Stoð hefur hann mikið sinnt lagnahönnun bæði innanhúss og á veitukerfum utandyra, svo sem hita-, vatns- og fráveitum. Annað sérsvið er vega- og gatnagerð fyrir ríki og sveitarfélög.

 

 

 Bragi Þór Haraldsson, tæknifræðingur

Menntun: Starfandi tæknifræðingur frá ársbyrjun 1979.

Sérhæfing: Hefur aðallega unnið við burðavirki og mælingar m.a. framkvæmdamælingar í vega- og gatnagerð fyrir sveitarfélög og verktaka. Auk þess að teikna landbúnaðar- og atvinnuhúsnæði ásamt hönnun dreifikerfa hitaveitu.

 

 

  Þórður Karl Gunnarsson, tæknifræðingur

Menntun: Byggingartæknifræðingur. Byrjaði sem sumarstarfsmaður árið 2007 en hefur unnið samfellt á stofunni frá því námi lauk árið 2010.

Sérhæfing: Viðhald og uppbygging á landupplýsinga-kerfum. Burðarþols- og lagnahönnun. Gerð byggingarlíkana (BIM-líkana) til nota við hönnun, rekstur og viðhald fasteigna.

 

 

 Sigurður Óli Ólafsson, tæknifræðingur

Menntun: Byggingartæknifræðingur. Hefur unnið á stofunni frá því námi lauk árið 2016.

Sérhæfing: Burðarþols- og lagnahönnun. Sérfróður um málningarefni, undirbúning og frágang.

 

 

 Magnús Ingvarsson, byggingarfræðingur

Menntun: Húsasmíðameistari og B.Sc í byggingafræði 2004 frá Danmörku. Hefur unnið á stofunni frá 2007.

Sérhæfing: Magnús er sérhæfður í frumhönnun, gerð aðal- og verkteikninga, umsjón með magntöku, verklýsingum og útboðsmálum á byggingarsviði, auk þess sinnir Magnús umsjón með endurbótum og lagfæringum á fasteignum.

 

 

Björn Magnús Árnason

Menntun: B.Sc í landfræði 2012 frá  Líf- og umhverfisvísindadeild, frá Háskóla Íslands. Hefur unnið hjá stofunni frá 2014
Sérhæfing: Landupplýsingakerfi, upplýsingagreining kortagerð og mælingar

 

 

 Karen Steindórsdóttir

Karen  hefur séð um bókhald fyrirtækisins auk almennra skrifstofustarfa frá 2005.

 

 

 Arney Sindradóttir

Arney hefur unnið að sérverkefnum frá 2014

 

 

 

 Á FORSÍÐU

 

Yfir 25 ár í heimabyggð_Stoð ehf Aðalgötu 21 

POSTKASSI.GIF